top of page

Saga fyrirtækisins

BB skilti er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var í Keflavík árið 1977, þar fór starfssemin fram fyrstu 28 árin. Árið 2005 fluttist fyrirtækið í húsnæði sitt að Miðhrauni 22b í Garðabæ þar sem það hefur haft aðsetur síðan. 


Í upphafi voru merkingar silkiprentaðar eða handmálaðar en fyrirtækið hefur þróast með nýjustu tækni sem völ er á. 

Þess vegna getum við í dag boðið uppá fjölbreytt úrval merkinga og skilta.

Um okkur: About

TrafficJet CMSpot6

TrafficJet CMSpot6 prenttæknin samanstendur af sérútbúnum Mutoh prentara sem með bleki frá Avery Dennison.
Öll prentun er á endurskinsdúk frá Avery Dennison og varin með hlífðarfilmu sem hægt er að fá með veggjakrotsþolni.
Efni, prentun og frágangur uppfyllir evrópska staðla um gæði og endingu.

prentu.jpg
Um okkur: About

HP Latex 360

HP latex prentarinn okkar býður upp á endalausa möguleika í prentun. Hann gerir okkur kleift að prenta stórar (allt að 1.6m að breidd) háupplausnamyndir (1200x1200 DPI) á margskonar tegundir af pappír. 
Hægt er að framleiða límfilmur, auglýsingar, ljósmyndir, veggfóður, strigaprentanir og margt fleira.
Prentanir henta bæði innan- sem utandyra, þar sem blek og pappír þurfa að standast mikið álag frá íslenskri veðráttu.
Blekið sem við notum er umhverfisvottað af UL ECOLOGO®, UL GREENGUARD GOLD og mætir AgBB viðmiðum.

bíl.jpg
Um okkur: About
bottom of page